• Götulokanir og skert þjónusta hjá móttöku og þjónustuveri

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls á morgun þriðjudaginn 24. október, þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf.

Strætó styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks heilshugar og mun ekki draga af launum starfsfólks sem tekur þátt í deginum. Þar af leiðandi verður móttaka Strætó lokuð og skert þjónusta í þjónustuveri. Eins gæti orðið lengri afgreiðslutími hjá Pant akstursþjónustu.

Götulokanir í miðbænum munu hafa áhrif á nokkrar leiðir Strætó og einnig má gera ráð fyrir röskunum á tímaáætlunum vegna þessa. Búið er að gera ráðstafanir svo allar leiðir verði eknar þrátt fyrir verkfall.

  • Kalkofns­veg­ur milli Hverf­is­götu og Geirs­götu verður lokaður frá kl. 18:00 á mánu­deg­in­um til kl. 19:00 á þriðju­dag­inn. Leið 3 fer hjáleið um Hverf­is­götu og leið 14 fer Sæ­braut í báðar átt­ir.
  • Þriðju­dag­ur kl. 11:00–16:00. Miðbæj­ar­lok­un. Sæ­braut/​Geirs­gata verður opin. Leiðir 3 og 14 fara Sæ­braut/​Geirs­götu og leiðir 1, 6, 11, 12 og 13 fara Snorra­braut út í Há­skóla og inn á leið eft­ir það.
  • Undir staða á ferðum er hægt að sjá á hvaða biðstöðvar hjáleiðir hafa áhrif á.