Fréttir
24. jan. 2022

Áfram skerðing á leið 3, þriðjudaginn 25. janúar

Áætlun leiðar 3 verður áfram skert, þriðjudaginn 25. janúar.


Í stað þess að leið 3 aki á 15 mínútna fresti yfir háannatímann (milli kl. 07:00-09:00 og 15:00-18:00), þá verður ekið á 30 mínútna fresti allan daginn.

Gripið er til þessarar skerðingar vegna fjölda vagnstjóra hjá Strætó bs. sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19.

Nokkur óvissa er um vaktir á öðrum leiðum yfir annatímann milli kl. 15:00-18:00.

Fylgst verður náið með stöðunni og tilkynnt verður um öll hugsanleg frávik inn á heimasíðu Strætó.