Aldrei hafa fleiri innstig mælst yfir árið í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu en árið 2023 síðan reglulegar mælingar hófust og er um sannkallað metár að ræða. Yfir allt árið voru u.þ.b. 12,64 milljónir innstiga en áður var metið árið 2019 sem var með 12,18 milljón innstiga.
Nokkrir metmánuðir voru einnig á árinu en alls voru sex mánuðir á árinu þar sem aldrei hafa mælst fleiri innstig í þeim mánuði áður, þetta voru janúar, mars, apríl, júní, nóvember og desember. Þar að auki var mars 2023 metmánuður allra mánaða þar sem aldrei áður hafa mælst jafn mörg innstig í neinum mánuði áður.
Við viljum þakka viðskiptavinum okkar góðar móttökur á síðastliðnu ári og hlökkum til komandi samfylgdar á nýju ári.
Innstig 2019 - 2023
- 2019
- 2020
- 2021
- 2022
- 2023