Fréttir
30. des. 2022

Hugsanlega skert þjónusta Strætó á morgun 31. desember

Vegna veðurs og færðar á morgun gæti verið að þjónusta Strætó skerðist á morgun 31. desember, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Við biðjum viðskiptavini vinsamlegast um að fylgjast með tilkynningum og leiðum á heimasíðu Strætó undir staða á ferðum, hægt að smella hér og í Klappinu undir valmynd/staða á ferðum. Jafnframt eru allar tilkynningar settar inn á Twitter síðu Strætó.