Strætó bs er heimilt að leggja fargjaldaálag á farþega sem ekki geta sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit skv. lögum nr. 28/2017 og reglum nr. 1021/2023.
Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag.
Álagið er greitt á staðnum eða innheimt í heimabanka innan 3ja mánaða frá því það var sett á.
Álagið er m.a. ætlað til að minnka svindl um borð í vögnum og að fólk ferðist um miðalaust eða á röngu fargjaldi og greiði þ.a.l. ekki til almenningssamgangna.
Fargjaldaálaginu er þannig ætlað að tryggja jafnræði og sanngirni í almenningssamgöngum. Með því að tryggja að allir farþegar greiði rétt fargjald er hægt að viðhalda góðri þjónustu og koma í veg fyrir að aukakostnaður vegna svindls bitni á öðrum farþegum.
Strætó stefnir að því að byrja að leggja fargjaldaálag á þá farþega sem geta ekki sýnt fram á gilt fargjald við eftirlit í byrjun árs 2025.
Hvað er fargjaldaálagið hátt?
Almennt: 15.000 kr.
Ungmenni: 7.500 kr.
Aldraðir: 7.500 kr.
Öryrkjar: 4.500 kr.
Skv. lögum getur fargjaldaálag numið allt að 30.000 kr. hverju sinni en í reglugerð var hámarkið sett 15.000 kr. Fjárhæð fargjaldaálags skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega hefði borið að greiða.
Spurt og svarað um fargjaldaálag