Borgarkortið (Reykjavík City Card) er auðveld og ódýr leið til að skoða Reykjavíkurborg.
Með kortinu er hægt að ferðast frítt með Strætó á höfuðborgarsvæðinu ( leið 55 til Keflavíkurflugvallar er ekki innifalin þar sem hún er utan höfuðborgarsvæðisins) og fá frían aðgang að mörgum söfnum og galleríum og í allar sundlaugar Reykjavíkur. Að auki veitir kortið afslátt af ferðum, í verslunum og af þjónustu.
Hægt er að kaupa kortið á vefsíðunni visitreykjavik.is – kaupandinn fær sendan tölvupóst með kvittun sem hann getur sýnt á ákveðnum stöðum til að sækja kortið, hægt er að sjá lista yfir staðina hér. Athugið að ekki er hægt að nota kvittunina (voucher) til að borga í Strætó.
Hérna er hægt að sjá meiri upplýsingar um kortið.
