Öryrkjar eiga rétt á 70% afslætti af almennum fargjöldum. Hér fyrir neðan eru nánari leiðbeiningar til þess að virkja afsláttinn.


 • Allir sem þurfa aðstoð við Klapp geta komið til Strætó á Hesthálsi 14. Það er til dæmis ef fólk er ekki með rafræn skilríki.
 • Fólk þarf að taka með sér skilríki, til dæmis vegabréf eða kort með mynd og kennitölu.
 • Það þarf helst að taka með sér gögn til að staðfesta örorku. Starfsfólk Strætó mun aðstoða eftir bestu getu.
 • Það er opið er á skrifstofunni hjá Strætó virka daga milli klukkan 9 til 4.
 • Það er líka hægt að hringja í hjálparsíma Klapp í
  síma 540-2710 eða senda töluvpóst á hjalp@klappid.is

Klapp


Afsláttur fyrir öryrkja

Öryrkjar fá 70% afslætti af almennum strætó fargjöldum.
Til þess að fá afsláttinn þarft þú að:

 • Farðu á tr.is. Skráðu þig inn á „Mínar síður“.
 • Veldu „Þú hjá TR“ og „Þínar upplýsingar“
 • Hakaðu við „Ég veiti Tryggingastofnun leyfi til að gefa Strætó upplýsingar um stöðu mína.“ Þú hakar við með því að ýta á kassann fyrir framan.

Þú þarft bara að gera þetta einu sinni.


Kaupa fargjöld á öryrkja-afslætti

1. Skráðu þig á Mínar síðurinn á www.klappid.is

 • Ef þú ert með aðgang skaltu skrá þig inn.
 • Ef þú ert ekki með aðgang þarft þú að ýta á „Nýskrá“. Þá býrðu til nýjan aðgang með símanúmerinu þínu eða netfanginu þínu.
 • Ef þú átt Klapp kort, skráðu númerið sem stendur á kortinu og veldu nafn á kortið. Þú getur keypt Klapp kort á sölustöðum Strætó eða í vefverslun Strætó.

2. Veldu „Kaupa“.

3. Nú skaltu ýta á takkann „Tengjast með rafrænum skilríkjum“.

Hér fyrir neðan er mynd af takkanum.

dis img description

4. Þú þarft að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum. Það er til að Strætó geti sótt upplýsingar um að þú sért öryrki og megir fá afslátt.

 • Núna eiga strætó fargjöld með 70% öryrkja-afslætti að bætast við hjá þér þegar þú kaupir miða. Myndin fyrir neðan sýnir hvernig þetta lítur út.

dis img description

5. Veldu „Stakir miðar“til að kaupa staka miða.

 • Veldu „Tímabil“ til að kaupa mánaðarkort eða árskort.
 • Veldu „Bæta í körfu“ til að kaupa kortið eða miða.

dis img description

 • Passaðu vel að það standi Öryrkjar og TR í glugganum.
  Ef það stendur eitthvað annað í glugganum þá skaltu ýta á „Breyta“ og velja öryrkjafargjald

7. Veldu innkaupakörfuna uppi í hægra horninu til að borga fyrir miðana eða kortið.

dis img description

8. Nú þarftu að bæta við greiðslukorti og borga.

Eftir nokkra klukkutíma þá dettur afslátturinn út. Þá þarft þú að ýta aftur á „Tengjast með rafrænum skilríkjum“ og þá kemur öryrkja-afslátturinn aftur inn. 

dis img description

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.