Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka ákvarðanir um leiðakerfið í samráði við Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Við uppbyggingu leiðakerfis Strætó er leitast við að nýta fjármagn á sem hagkvæmastan hátt þannig að það nýtist sem flestum.


Leiðakerfi Strætó samanstendur af 27 leiðum á höfuðborgarsvæðinu og 18 leiðum á landsbyggðinni. Vegagerðin sér um rekstur hjá Strætó á landsbyggðinni.

Leiðakort


Tíðni

Á höfuðborgarsvæðinu aka flestar leiðir á 15 mínútna tíðni á annatíma en á 30 mínútna tíðni utan annatíma. Leiðir 1 og 6 aka á 10 mínútna tíðni á annatíma og 15 mínútna þess fyrir utan á dagtíma virka daga.

Vagnarnir aka að jafnaði frá ca. kl. 6:30 á morgnana virka daga, frá ca. kl. 7:30 laugardaga og frá ca. kl. 9:30 sunnudaga. Flestir vagnar aka alla daga vikunnar þangað til miðnættis.

Á rauðum dögum er ekið eins og á sunnudegi og á aðfangadag og gamlársdag er akstur þangað til um kl. 15. Á höfuðborgarsvæðinu er ekið á jóladag og nýársdag eins og á sunnudegi en á landsbyggðinni er enginn akstur á jóladag og nýársdag.


Skiptistöðvar

Á höfuðborgarsvæðinu eru fimm skiptistöðvar þar sem tímasetningar vagna eru samstilltar þannig að vagnarnir séu þar á svipuðum tíma. Þessar stöðvar eru:

  • Fjörður
  • Ásgarður
  • Hamraborg
  • Mjódd
  • Ártún

Aðrar skiptistöðvar eins og Hlemmur, Spöngin og Háholt, eru stórar skiptistöðvar og mikilvægar í kerfinu en þar eru tengingar milli vagna ekki sérstaklega skipulagðar.

Mjóddin er helsta skiptistöð milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni eru skipulagðar tengingar milli leiða m.a. á Selfossi og í Borgarnesi.


Skipulag og leiðakerfi