Smárúta og pöntunarþjónusta á kvöldin
Smárúta ekur á leið 22 og það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla um borð í henni. Viðskiptavinum í hjólastól gefst í staðinn kostur á að nota leiðina í pöntunarþjónustu.
Það er gert með því að hringja í síma 540 2740 minnst 30 mínútum fyrir brottför skv. tímatöflu og bíll verður sendur á viðkomandi stöð. Það er aðeins hægt að greiða fyrir ferðina í bílnum með því að sýna Strætókort, Klapp kort, fargjald í Klapp appi eða Klapp tíu.
—
Frá og með kl. 19:44 á virkum dögum og kl. 19:14 um helgar þá er leið 22 í pöntunarþjónustu.
Pöntunarþjónusta virkar þannig að viðskiptavinir panta ferð með því að hringja í Pant í síma 540 2740 minnsta kosti 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.