Fyrirkomulag

  • 7 næturleiðir aka úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags.
  • Aðeins er hægt að taka næturstrætó í átt frá miðbænum en ekki til baka.
  • Leiðir byrja akstur annað hvort á biðstöðinni Lækjartorg B eða á Hlemmi.
  • Vagnar á næturleiðum aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu.  Brottfaratími úr miðbænum er birtur og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna.
  • Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu, Strætó appinu eða inn á straeto.is

Brottfarir úr miðbænum um helgar

Fargjöld í næturstrætó

  • Viðskiptavinir sem nota greiðslumiðla á vegum Strætó, þ.e. Klapp korti, Klapp appi, Klapp tíu, Strætókorti eða Strætóappi greiða sama fargjald og er greitt yfir daginn.
  • Handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó.
  • Posi verður um borð í næturstrætó. Þeir viðskiptavinir sem vilja staðgreiða með greiðslukorti eða reiðufé greiða 1.000 kr. í næturstrætó. Við vekjum athygli á að vagnstjórar geta ekki gefið til baka.
Fargjöld í næturstrætó
Stök fargjöld með greiðslumiðlum StrætóVerð
Fullorðnir490 kr.
Ungmenni, 12-17 ára245 kr.
Eldri borgarar, 67 ára og eldri245 kr.
Öryrkjar*147 kr.
Aðrar greiðsluleiðirVerð
Greitt með greiðslukorti eða reiðufé1.000 kr.

*Aðeins er hægt að fá öryrkjaafslátt í Klapp greiðslukerfinu.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.