Fréttir
12. jan. 2022

Villa þegar greitt er með AUR í Strætó appinu

Það er villa í Strætó appinu sem tengist notkun á AUR í Strætó appinu.


Villan lýsir sér þannig að fólk gengur frá greiðslu í gegnum AUR en fær engan miða.

Við erum að vinna eins hratt og við getum til að laga þessa villu, en eins og staðan er núna, þá biðjum við viðskiptavini um að nota ekki AUR til að greiða fyrir miða Strætó appinu.

Viðskiptavinir sem hafa lent í villunni geta haft samband við okkur í gegnum endurgreidslur@straeto.is og óskað eftir því að fá nýjan miða eða endurgreiðslu.

Við vekjum athygli á að viðskiptavinir sem óska eftir endurgreiðslu þurfa að gefa upp fyrstu 6 og síðustu 4 tölustafina á greiðslukortinu sem tekið var út af.

Virðingafyllst

Strætó

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.