Starfsmenn Strætó gefa erlenda mynt til Vildarbarna Icelandair.


Í dag afhentu starfsmenn Strætó Vildarbörnum Icelandair erlenda mynt sem safnast hafði saman í strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins yfir nokkurra ára tímabil.

Vildarbörn Icelandair er ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður og er markmiðið að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til ferðalaga ásamt fjölskyldum sínum.

Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna tók við myntinni fyrir hönd ferðasjóðs Vildarbarna en það voru Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs Strætó og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri Strætó sem komu með myntina færandi hendi fyrir hönd Strætós.

Í tilefni dagsins sagði Sigríður að það væri afar ánægjulegt að gefa í svona verðugt málefni og efast ekki um að Vildarbörn og fjölskyldur þeirra muni njóta góðs af.

Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna tekur við myntinni af Sigríði Harðardóttur og Elísu Kristmannsóttur frá Strætó
Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna tekur við myntinni af Sigríði Harðardóttur og Elísu Kristmannsóttur frá Strætó