Velkomin á nýjan vef Strætó.

Nýi vefurinn hefur formlega tekið við af þeim gamla sem hefur verið í notkun síðan 2016.


Markmið nýja vefsins er að bæta notendaupplifun, upplýsingagjöf, læsileika og aðgengi. Helstu nýjungar eru meðal annars:

  • Leitarvél vefsins er tengd við gagnagrunn ja.is, sem opnar á fleiri möguleika þegar notendur eru að skipuleggja ferðir. Til dæmis er nú hægt að leita eftir fyrirtækjum, stofnunum og kennileitum.
  • Mikil áhersla er lögð á aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. Strætó var í góðu samráði við Blindrafélagið og fylgir WCAG (e. Web Content Accessibility Guidelines) staðli til að tryggja að auðvelt sé að nota skjálesara á vefnum.
  • Þegar ýtt er á biðstöðvar á kortinu þá kemur upp nafn stöðvarinnar, götumynd og rauntímaupplýsingar um það hve margar mínútur eru í næstu vagna. Hingað til hafa rauntímaupplýsingar eingöngu verið til staðar í stafrænu strætóskýlunum.
  • Hægt er að ýta á vagnana á kortinu til þess að sjá næstu biðstöðvar og rauntímaupplýsingar.
  • Tímatöflur eru ekki lengur birtar sem myndir. Það er einnig komin með nýja útfærslu af tímatöflum sem kann að henta þeim sem finnst óþægilegt að lesa úr tímatöflum.

Vefurinn er forritaður og hannaður af Kolofon.

Nýi vefurinn er langt kominn, en búast má við að eftirfarandi efni verði tilbúið á næstunni:

  • Dökk stilling eða „Dark mode“.
  • Leit inn á vefnum.
  • Rauntímakort undir tímatöflum leiða.
  • Möguleiki að sækja PDF útgáfu að tímatöflum.
  • Hægt verður að panta ferðir sem eru í pöntunarþjónustu í gegnum netið.
  • Hjáleiðir verða teiknaðar á gagnvirka kortið.

Við hvetjum alla sem vilja senda okkur ábendingar eða hugmyndir fyrir nýja vefinn að skrá þær hér fyrir neðan: