Fréttir
9. feb. 2022

Ný virkni: „Auðlesið mál“ á völdum síðum

Nú er hægt að skipta efni á völdum síðum yfir í „Auðlesið mál“ (e. Easy-read).


Auðlesinn texti er skrifaður á skýru og einföldu máli sem nýtist þeim sem eiga erfitt með að lesa texta. Til dæmis fólki með þroskahömlum, fólki sem er lesblint eða er að læra íslensku.

Síður sem er hægt að breyta yfir í auðlesið mál eru merktar „Easy-to-read“ tákninu frá Inclusion Europe. Þegar að ýtt er á takkann þá skiptist texti á síðunni yfir í auðlesið mál.

Þessi virkni var unnin í samráði við Landsamtökin Þroskahjálp. Á nýja vef Strætó er mikil áhersla lögð á aðgengismál og við teljum þessa virkni vera skref í átt að bættu aðgengi.

Nýr vefur Strætó opnaði 24. janúar sl. Vefurinn var hannaður og forritaður af Kolofon.