Þann 10. apríl mun bætast við ný biðstöð á leið 25 sem ekur milli Spangar og Gufuness.


Nýja biðstöðin mun fá nafnið Gufunesvegur og hún verður staðsett við hús Íslenska gámafélagsins við gatnamót Gufunesvegar og Jöfursbáss. Endastöðin við hverfið í Gufunesi mun heita Jöfursbás.

Leið 25 er í pöntunarþjónustu, sem þýðir að viðskiptavinir panta ferð með því að hringja í Hreyfil í síma 5885522 minnsta kosti 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

Á þessari mynd má sjá staðsetningu nýju biðstöðvarinnar.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.