Fréttir
22. des. 2021

Notum grímu ef ekki er unnt að tryggja 2. metra fjarlægð

Reglugerð um takmörkun á samkomu vegna farsóttar tekur gildi, fimmtudaginn 23. desember 2021.


Samkvæmt reglugerðinni þá er Strætó undanþeginn 20 manna fjöldatakmörkunum og allir farþegar skulu nota grímu ef ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk um borð í vögnum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

  • Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum.
  • Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni.
  • Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun.
  • Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN).
  • Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.

Pössum sóttvarnir

  • Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt.
  • Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
  • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu.
  • Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.

Frekari upplýsingar og nýjustu fréttir um COVID-19 faraldurinn á Íslandi má finna á síðunni covid.is.


Komufarþegar í Leifsstöð

Komufarþegum í Leifstöð er nú heimilt að nýta sér almenningssamgöngur (leið 55) frá flugstöðinni gegn því að sýna vagnstjóra SMS skilaboð frá sóttvarnaryfirvöldum sem staðfestir að viðkomandi sé undanþeginn sóttkví vegna komunar til landsins.

Þetta kemur fram í 6 grein Reglugerðar um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 nr. 747/2001

Frá því í april 2020 hefur öllum komufarþegum verið óheimilt að nota almenningssamgöngur frá Leifstöð.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.