Fréttir
31. ágúst 2022

Hringt í Pant í stað Hreyfils á leið 27

Strætó hefur verið með pöntunarþjónustu á leið 27 á. Leiðin er með þjónustu á milli Háholts og Laxness.


Hringt í Pant í stað Hreyfils

Leiðin verður áfram í pöntunarþjónustu en í stað þess að hringja í Hreyfil, þá eru ferðirnar pantaðar í gegnum símanúmerið 540 2740 hjá þjónustuveri Pant hjá Strætó. Áfram er nauðsynlegt að panta ferðir minnst 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu

Bíll frá akstursþjónustunni Pant eða Hreyfli verður sendur á biðstöð viðskiptavinarins.  Sérstaklega þarf að taka fram í síma ef viðskiptavinur notar hjólastól eða er með barnavagn. Í þeim tilvikum mun Strætó útvega bíl frá akstursþjónustunni Pant í stað Hreyfils.

Í pöntunarþjónustu er fargjaldið greitt með því að sýna bílstjóra Klapp kort, Klapp tíu eða virkjaðan miða í Klapp appinu.

Þessi breyting tekur gildi 1. september.

Tímatafla leiðarinnar mun líta svona út: