Strætó er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni um þjálfun og fræðslu starfsfólks í almenningssamgöngum.


Um verkefnið

Competence+ er námsleið sem hefur það markmið að þróa hæfni starfsfólks umfram faglega hæfni og færni.

Verkefnið gengur vel og nú er verið að móta fræðsluefnið sem m.a. verður í sýndarveruleika. Í nóvember 2021 hittist hópurinn í fyrsta skipti frá því verkefnið hófst og verður næsti fundur í verkefninu haldinn á Íslandi í apríl.

Tilgangurinn er að þjálfa núverandi- og framtíðarstarfsfólk almenningssamgangna til að takast á við krefjandi verkefni í daglegu lífi og störfum. Í þjálfuninni verður beitt ólíkum og nýstárlegum kennsluaðferðum þar sem blandað verður saman einstaklingsnámi, námi á netinu, hópavinnu og vinnusmiðjum auk þess sem sýndarveruleiki verður notaður. Sýndarveruleikinn gefur starfsfólki tækifæri til að nýta þekkingu strax í aðstæðum sem líkjast mjög raunverulegum aðstæðum.

Hér má skoða annað fréttabréf verkefnisins: