Eftirfarandi breytingar verða gerðar á leiðakerfi Strætó um áramótin:


Leið 25: Gufunes – Spöngin

Leið 25 kemur ný inn í leiðakerfi Strætó frá og með 2. janúar 2022. Leiðin mun aka á milli nýja hverfisins í Gufunesi og Spangar. Leiðin verður í pöntunarþjónustu, sem þýðir að að viðskiptavinir panta ferð með því að hringja í Hreyfil í síma 588 5522, minnst 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

Austfirðir yfir til Vegagerðarinnar

Frá og með mánudeginum 3. janúar 2022 mun rekstur Strætisvagna Austurlands færast frá Austurbrú og yfir til Vegagerðarinnar. Almenningssamgöngur á Austfjörðum verða því formlega hluti af leiðaneti Strætó á landsbyggðinni.

Akstursleiðirnar munu ekki breytast en leiðirnar munu fá ný leiðanúmer og nýjar tímatöflur. Til að byrja með verður gjaldskráin á Austfjörðum sú sama og hún var hjá Austurbrú.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.