Sunnudaginn 15. maí hefst sumaráætlun á leið 94, sem ekur á milli Breiðdalsvíkur og Hornafjarðar með viðkomu á Djúpavogi.


Ferð vagnsins hefst á Höfn, stoppar á Djúpavogi og endar á Breiðdalsvík áður en keyrt er til baka sömu leið. Leiðin hét áður leið 4 og keyrði milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur.

Vagninn ekur á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo sunnudögum.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.