Fréttir
21. feb. 2022

21. febrúar: Áhrif óveðursins á þjónustu Strætó

Hér má nálgast samantekt á áhrifum óveðursins 21. febrúar á þjónustu Strætó


  • Strætó á höfuðborgarsvæðinu mun halda úti akstri eins og veður leyfir í kvöld. Við hvetjum viðskiptavini að fylgjast með tilkynningum inn á vef Strætó eða á Twitter reikningi Strætó.
  • Strætóferðir falla niður á landsbyggðinni seinni hluta dags og í kvöld. Óvissa verður með ferðir á landsbyggðinni í fyrramálið. Viðskiptavinir eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á vef Strætó eða Twitter reikningi Strætó.
  • Pant akstursþjónusta ekur ekki í kvöld. Það verður ekið í fyrramálið en viðskipavinir þjónustunnar mega búast við einhverjum seinkunum.