Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé.


Ný stjórn Strætó kom saman á föstudaginn síðasta og það var mikill samhugur í stjórnarmönnum um að láta næturstrætó aka úr miðbænum um helgar.

Stjórnin er með þessu að svara ákalli íbúa höfuðborgarsvæðisins um aukna þjónustu og fjölbreyttari samgöngukosti út úr miðborg Reykjavíkur um helgar. Leitast verður við að nota eins umhverfisvæna vagna og kostur er.

Neðangreind þjónusta verður til reynslu fram í september, en þá verður þjónustan metin á ný út frá notkun leiðanna og ánægju viðskiptavina.

7 næturleiðir aka úr miðbænum

7 næturleiðir munu aka frá miðbænum og út í hverfin, en árið 2020 voru þessar leiðir 5.

  • Næturstrætó ekur úr miðbæ Reykjavíkur á aðfaranóttum laugardags og sunnudags.
  • Aðeins er hægt að taka næturstrætó á leið úr miðbænum en ekki til baka í átt að miðbænum.
  • Vagnarnir aka ekki skv. hefðbundinni tímatöflu. Eingöngu er gefinn upp brottfaratími úr miðbænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tímajafna.
  • Viðskiptavinir sem ætla að nýta vagninn á miðri leið er bent á að fylgjast með staðsetningu vagna í rauntíma í Klapp appinu, Strætó appinu eða inn á straeto.is

Eftirfarandi leiðir aka úr miðbæ Reykjavíkur um helgar:

  • Leið 101: Hafnarfjörður ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:20, 02:25 og 03:45. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Snorrabraut, Kringlumýrarbraut og inn í Hamraborg. Eftir það ekur leiðin Hafnarfjarðarveg, Reykjavíkurveg, Lækjargötu (í Hafnarfirði), Hringbraut (í Hafnarfirði), Strandgötu, Ásbraut og inn á Velli.
  • Leið 102: Kópavogur ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:40, 02:40 og 03:40. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Eftir það fer leiðin um Smára, Lindir, Sali, Kóra og Hvörf í Kópavogi.
  • Leið 103: Breiðholt ekur frá Hlemmi kl. 01:30, 02:40 og 03:50. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, Háskóla Íslands, um Bústaðarveg og upp í Mjódd. Eftir viðkomu í Mjódd þá ekur leiðin hring í Breiðholti um Skóga, Sel, Fell, Hóla og Bakka.
  • Leið 104: Úlfarsárdalur ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:25, 02:30 og 03:35. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Vesturlandsveg, inn í Grafarholt og Úlfarsárdal.
  • Leið 105: Norðlingaholt ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:29, 02:29 og 03:29. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Borgartún, Sæbraut, Vesturlandsveg, inn í Árbæ, Selás og Norðlingaholt.
  • Leið 106: Mosfellsbær ekur frá biðstöðinni Lækjartorg B kl. 01:34, 02:34 og 03:34. Leiðin ekur upp Hverfisgötu, Laugaveg, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Vesturlandsveg, upp Höfðabakka og inn í Grafarvog. Þar mun hún aka í gegnum Folda, Rima- og Staðahverfið og inn í Mosfellsbæ.

Leið 107: Seltjarnarnes ekur frá Hlemmi kl. 01:20, 02:00, 02:40 og 03:20. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, um Suðurgötu, Hjarðarhaga, Ægissíðu, Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd og Eiðisgranda.

Fargjöld í næturstrætó

  • Viðskiptavinir sem nota greiðslumiðla á vegum Strætó, þ.e. Klapp korti, Klapp appi, Klapp tíu, Strætókorti eða Strætóappi greiða sama fargjald og er greitt yfir daginn.
  • Handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó.
  • Gerð verður tilraun með að hafa posa um borð næturstrætó. Þeir viðskiptavinir sem vilja staðgreiða með greiðslukorti eða reiðufé greiða 1.000 kr. í næturstrætó. Við vekjum athygli á að vagnstjórar geta ekki gefið til baka.
Fargjöld í næturstrætó
Stök fargjöld með greiðslumiðlum StrætóVerð
Fullorðnir490 kr.
Ungmenni, 12-17 ára245 kr.
Aldraðir, 67 ára og eldri245 kr.
Öryrkjar*147 kr.
Aðrar greiðsluleiðirVerð
Greitt með greiðslukorti eða reiðufé1.000 kr.

*Aðeins er hægt að fá öryrkjaafslátt í Klapp greiðslukerfinu.